Bað við liðverkjum 150 ml
Olía í baðið sem slær á strengi
eftir líkamleg átök. Mýkir upp
líkamann og dregur úr þreytuverkjum.
Notkun
Notið um 15 ml af baðolíunni í
baðið
Jurtir & Olíur
Víðibörkur, Eini, Blóðberg og
Fiflarót.
Bætir 150 ml
Húðbætandi baðsalt fyrir þurra
húð. Hreinsandi og mýkjandi
jurtablanda með jurtailmi. Inniheldur
mikið að kamillu sem er
einstaklega róandi fyrir húðina.
Notkun
Notið um 3 matskeiðar af saltinu
í baðið.
Jurtir & Olíur
Baldursbrá, Hlaðkolla, Brenninetla
og Kamilla.
Hressir 150 ml
Hressandi fótabaðsalt gert úr
sjávarsalti sem hitar og örvar
blóðrásina og hemur sveppavöxt.
Einstaklega gott fyrir
þreytta fætur eftir erfiðan dag.
Notkun
Notið um 2 matskeiðar af saltinu
í fótabaðið. Fínt að slaka á í um
15 mínútur í baðinu.
Jurtir & Olíur
Vallhumall, EIniber, Mjaðjurt og
Blóðberg.
Kætir 150 ml
Kætandi baðsalt gert fyrir fólk
eftir mikið líkamlegt álag. Hitar,
örvar og hjálpar til við að losa
um verki og kvef.
Notkun
Notið um 3 matskeiðar í baðið.
Jurtir & Olíur
Piparminta, Vallhumall, Fjallagrös
og Blóðberg.
Slakar 150 ml
Slakandi baðsalt sem veitir fullkomna
slökun fyrir þá sem þjást
af streitu og svefnleysi. Ilmurinn
af saltinu hefur róandi áhrif við
innöndun.
Notkun
Notið um 3 matskeiðar af saltinu
í baðið
Jurtir & Olíur
Hlaðkolla, Maríustakkur,
Blóðberg og Lavender.
Slökunarbað 150 ml
Slökunarbað er baðolía sem
róar líkamann og veitir góða
slökun. Mýkir og nærir húðina.
Notkun
Notið um 15 ml af baðolíunni í
baðið
Jurtir & Olíur
Hlaðkolla, Gullkollur, Fjallagrös
og Lavender.